Heimspekikaffi | Hamingja og frelsi annarra

heimspekikaffi_gunnar_og_hildur

Heimspekikaffi | Hamingja og frelsi annarra

Borgarbókasafnið | Menningarhúsið Gerðubergi
Miðvikudaginn 21. mars kl. 19:30

Heimspekikaffi með Gunnari Hersveini eru haldin reglulega og gestur hans að þessu sinni er myndlistarkonan Hildur Björnsdóttir. Í Gerðubergi mun standa yfir ljósmyndasýning Hildar, Fjölþing, og mun Hildur byrja kvöldið með leiðsögn um sýninguna.

Hvernig getum við stuðlað að gagnkvæmri virðingu og skilningi á milli ólíkra menningarheima? Hvernig birtist hamingja og frelsi þar sem fátækt einkennir mannlífið? Gunnar Hersveinn rithöfundur og heimspekingur og Hildur Björnsdóttir myndlistarmaður ræða málin í heimspekikaffi í Borgarbókasafninu Gerðubergi miðvikudaginn 21. mars kl. 20. Þau munu ræða ferðalög um framandi heima og spá í spurningar um frelsi, tjáningu, samfélög manna og trúarbrögð í tilefni af ljósmyndasýningunni Fjölþing í Gerðubergi.

Heimspekikaffið í Gerðubergi hefur verið vinsælt undanfarin misseri, en þar er fjallað á mannamáli um hvers konar líferni er eftirsóknarvert. Gestir taka virkan þátt í umræðum og hafa margir fengið gott veganesti eftir kvöldin og hugðarefni til ræða frekar.

Gunnar Hersveinn hefur umsjón með heimspekikaffinu og leiðir gesti í lifandi umræðu um málefnin. Hann hefur m.a. skrifað bókina Gæfuspor - gildin í lífinu. Hildur Björnsdóttir hefur undanfarin ár ferðast víða um Asíu og kynnst fjölbreyttri menningu, trúarbrögðum og lífsháttum í Tíbet, Víetnam, Kambódíu, Nepal, Indlandi og Tælandi. Hildur hefur búið og starfað í Noregi í 30 ár, sem myndlistarmaður og -kennari.

Nánari upplýsingar:
Hólmfríður Ólafsdóttir 
Sími: 8681851
Netfang: holmfridur.olafsdottir [at] reykjavik.is  

 

Dagsetning viðburðar: 

Miðvikudagur, 21. mars 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

19:30

Viðburður endar: 

21:30