Heimspekikaffi | Fyrirgefning

Heimspekikaffi | Fyrirgefning

Heimspekikaffi | Fyrirgefning

Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi
Miðvikudaginn 18. október kl. 20

Fyrirgefning er mikilvægur mannkostur. Fólki er iðulega ráðlagt að fyrirgefa og þiggja fyrirgefningu annarra. Hún er lærð dyggð en jafnframt tilfinning sem þarf að rækta með sér. Fyrirgefning er falleg en kannski ekki alltaf siðferðilega réttmæt.

Fyrirgefning hefur fengið mikla athygli undanfarin ár. Gunnar Hersveinn rithöfundur og Elín Pjetursdóttir heimspekingur ræða um fyrirgefningu út frá áhugaverðum sjónarhornum í heimspekikaffi í Gerðubergi. Spyrja má margra spurninga um fyrirgefningu. Er fyrirgefning dyggð sem ávallt er góð? Er alltaf siðferðilega rétt að fyrirgefa eða er stundum rangt að fyrirgefa? Er fyrirgefning háð menningu og lífsskoðunum?

Heimspekikaffið í Gerðubergi hefur verið vinsælt undanfarin misseri, en þar er fjallað á mannamáli um hvers konar líferni er eftirsóknarvert. Gestir taka virkan þátt í umræðum og hafa margir fengið gott veganesti eftir kvöldin og hugarefni til ræða frekar. Fyrirgefningin eru umræðuefnið á kaffihúsinu þar miðvikudaginn 18. október kl. 20 og eru allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

Gunnar Hersveinn hefur umsjón með heimspekikaffinu og leiðir gesti í lifandi umræðu um málefnin. Hann hefur m.a. skrifað bókina Gæfuspor - gildin í lífinu. Elín Pjetursdóttir er með MA próf í heimspeki og hefur m.a. rannsakað fyrirgefningu og hatur.

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.
 

Nánari upplýsingar veitir:

Gunnar Hersveinn Sigursteinsson, heimspekingur
Netfang: lifsgildin [at] gmail.com
Sími: 693 9646

 

Dagsetning viðburðar: 

Miðvikudagur, 18. október 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

20:00

Viðburður endar: 

22:00