Heimspekikaffi | Að kenna börnum um gildin í lífinu

Heimspekikaffi | Að kenna börnum um gildin í lífinu

Gunnar Hersveinn rithöfundur og Brynhildur Sigurðardóttir heimspekingur og skólastjóri ræða um hvernig kenna megi börnum um gildin í lífinu. 

Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi
Miðvikudaginn 20. september kl. 20

Hvernig má þjálfa siðferðilega hæfileika? Börn og unglingar hugsa um tilfinningar sínar og taka þátt í að rækta þær ásamt nánustu aðstandendum. Smátt og smátt læra þau að tala um þær og einnig að setja sig í spor annarra. Ef þau æfa sig í gagnrýnni og skapandi hugsun efla þau með sér innri varnir. 

Gunnar Hersveinn rithöfundur og Brynhildur Sigurðardóttir heimspekingur og skólastjóri ræða um hvernig kenna megi börnum að hugsa um gildin í lífinu. Þau sækja hugtök og aðferðir í brunn heimspekinnar og skoða hvernig rökin og tilfinningarnar vinna saman, hvernig rétt samspil huga og hjarta mótar heilsteyptar manneskjur.

Heimspekikaffið í Gerðubergi hefur verið vinsælt undanfarin misseri, en þar er fjallað á mannamáli um hvers konar líferni er eftirsóknarvert. Gestir taka virkan þátt í umræðum og hafa margir fengið gott veganesti eftir kvöldin og hugarefni til ræða frekar. 

Gunnar Hersveinn hefur umsjón með dagskránni og leiðir gesti í lifandi umræðu um málefnin. Hann hefur m.a. skrifað bókina Gæfuspor - gildin í lífinu.

Brynhildur Sigurðardóttir er heimspekikennari og skólastjóri við Garðaskóla í Garðabæ. Brynhildur lauk M.Ed. gráðu frá Montclair State University 1999 og sérhæfði sig þar í heimspeki með börnum. 

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

Nánari upplýsingar veitir:

Gunnar Hersveinn Sigursteinsson, heimspekingur
Netfang: lifsgildin [at] gmail.com
 

Hólmfríður Ólafsdóttir, verkefnastjóri
Netfang: holmfridur.olafsdottir [at] reykjavik.is
Sími: 411 6100

Dagsetning viðburðar: 

Miðvikudagur, 20. september 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

20:00

Viðburður endar: 

22:00