Heimspekikaffi | Að byrja á sjálfum sér

Ragnheiður Stefánsdóttir Heimspekikaffi

Heimspekikaffi |  Að byrja á sjálfum sér

Að byrja á sjálfum sér er vandasamara en virðist við fyrstu sýn, það er miklu auðveldara að byrja á öðrum.  Gunnar Hersveinn rithöfundur fjallar um hvað það þýðir í siðfræði að byrja á sjálfum sér á heimspekikaffi í Gerðubergi miðvikudaginn 18. mars. Ragnheiður Stefánsdóttir mannauðsráðgjafi og leiðbeinandi á námskeiðum um orkustjórnun segir frá því hvernig nálgast megi málið með því að setja sér markmið og efla líkamlega, tilfinningalega, hugræna og andlega orku. 
Lönguninni til að verða betri sjálfrar sín vegna og annarra virðist hafa fylgt mannkyninu frá upphafi og hún birtist í margskonar viðleitni og markmiðum að sigrast á tilteknum göllum sínum og að efla kosti. En hvernig er þetta gert? 

Heimspekikaffið í Gerðubergi hefur verið vel sótt og vinsælt undanfarin misseri, en þar er fjallað á mannamáli um mikilvæg efni og gestir taka virkan þátt í umræðum. Margir hafa fengið gott veganesti eftir kvöldin eða a.m.k. eitthvað til að íhuga nánar og ræða heima eða á vinnustað sínum. 

Gunnar Hersveinn hefur umsjón með dagskránni og leiðir gesti í lifandi umræðu um málefnið. Hann hefur m.a. skrifað bækurnar Gæfuspor, Orðspor og Þjóðgildin um gildin í lífinu og samfélaginu.  Ragnheiður Stefánsdóttir hefur undanfarið varið víða um land með námskeið um orkustjórnun og það að ná markmiðum sínu. 

Dagskráin hefst klukkan 20.00 og eru allir velkomnir.

Dagsetning viðburðar: 

Miðvikudagur, 18. mars 2015

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

:

Viðburður endar: 

: