Heimspekikaffi | Að byggja upp jákvæða afstöðu

Heimspekikaffi | Uppbygging

Heimspekikaffi | Að byggja upp jákvæða afstöðu

Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi
Miðvikudaginn 15. nóvember kl. 20

Gunnar Hersveinn og Heiðdís Sigurðardóttir sálfræðingur ræða uppbyggilegar aðferðir til að takast á við veruleikann. 

Fullyrt hefur verið að undrun sé upphaf heimspekilegrar hugsunar. Efinn fylgir henni fast á hæla. Eftir það tekur við niðurrif eða uppbygging. Hvernig er hægt að efla uppbyggilegar aðferðir í hugsun, uppeldi og sjálfsþroska?

Gunnar Hersveinn rithöfundur og Heiðdís Sigurðardóttir sálfræðingur pæla saman í uppbyggilegum aðferðum til að takast á við hlutina og ræða m.a. jákvæða hugsun, neikvæð orðræðu og fjölbreytt samskipti. Þau ætla ekki að takast á enda ekki andstæðingar. Niðurstöður sem endast fást með mildilegum aðferðum en ekki hörku.

Heimspekikaffið í Gerðubergi hefur verið vinsælt undanfarin misseri, en þar er fjallað á mannamáli um hvers konar líferni er eftirsóknarvert. Gestir taka virkan þátt í umræðum og hafa margir fengið gott veganesti eftir kvöldin og hugarefni til að ræða frekar.

Gunnar Hersveinn hefur umsjón með heimspekikaffinu í Gerðubergi og leiðir gesti í lifandi umræðu um málefnið hverju sinni. Hann hefur m.a. skrifað bókina Gæfuspor - gildin í lífinu. Heiðdís Sigurðardóttir er sjálfstætt starfandi sálfræðingur hjá  Sálfræðiráðgjöfinni Lækjartorgi og er áhugamanneskja um friðarmenningu.

Nánari upplýsingar fyrir fjölmiðla:
Umsjón: Gunnar Hersveinn s. 693 9646. netfang: lifsgildin [at] gmail.com
Verkefnastjóri: Hólmfríður Ólafsdóttir s. 8681851. Netfang: holmfridur.olafsdottir [at] reykjavik.is

Dagsetning viðburðar: 

Miðvikudagur, 15. nóvember 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

20:00

Viðburður endar: 

22:00