Heimsálfar | Arabískir töfrar

Heimsálfar

Heimsálfar | Arabískir töfrar

Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
Sunnudaginn 22. apríl, kl. 14.

Á Barnamenningarhátið verður boðið uppá töfrandi tungumálaviðburð í samvinnu við arabískumælandi börn og fullorðna. Húllumhæið opnar með skemmtilegu söngatriði á 1. hæð. Þá verður í framhaldinu boðið upp á arabíska stemningu á 2. hæð með þjóðbúningum, arabísku kaffi og fleiru. Í barnadeildinni verður sögustund, smiðja þar sem hægt er að fá leiðsögn í arabískri skrift og í lokin verður notaleg arabísk teiknimyndastund. 

”Heimsálfar” er nýtt fjölmenningarverkefni Borgarbókasafnsins þar sem börnin fá að njóta sín, tengjast og blómstra saman þvert á tungumál og menningu. Áhersla er lögð á að efla fjölmenningarfærni barna í borginni og stuðla að sameiginlegum vettvangi á bókasafninu fyrir samskipti þar sem sköpun, hugmyndaauðgi og gleði er haft að leiðarljósi. 

Öll börn eru "heimsálfar" og allir eru velkomnir að taka þátt!
Samverustundirnar fara fram í Grófinni og í Gerðubergi valda sunnudaga kl. 14 og standa þær yfir í um klukkustund. 
Sjá alla Heimsálfa-dagskrá á heimasíðu Heimsálfanna.

Nánari upplýsingar veitir:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir
ingibjorg.osp.ottarsdottir [at] reykjavik.is
Sími: 411 6100

Dagsetning viðburðar: 

sunnudagur, 22. apríl 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

14:00

Viðburður endar: 

15:00