Heilahristingur

Bretland.pngSpánn.pngFlag_of_Lithuania.pngFlag_of_Poland.pngTæland.png

Það er sko leikur að læra, alla vega í Heilahristingi :o)!Merki Heilahristings

Í Borgarbókasafninu er boðið upp á:

  • aðstoð við heimanám í notalegu umhverfi
  • stuðning við áframhaldandi nám
  • tækifæri til að styrkja sjálfsmyndina
  • úrval bóka, kvikmynda, tímarita og tónlistar
  • skemmtilegan félagsskap í skapandi umhverfi

Hvar og hvenær?

Borgarbókasafnið | Menningarhús Kringlunni: Á mánudögum kl. 14.00-15.30 fyrir 4.-10. bekkinga

Nánari upplýsingar: arnfridur.jonasdottir@reykjavik.is

Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi: Á mánudögum og miðvikudögum kl. 14.00-15.30 fyrir 4.-7. bekkinga

Nánari upplýsingar: gudrun.baldvinsdottir@reykjavik.is

Borgarbókasafnið | Menningarhús Árbær: Á fimmtudögum kl. 14.15-15.15 fyrir 4.-10. bekkinga

Nánari upplýsingar: katrin.gudmundsdottir@reykjavik.is 

Skólabókasafnið í Hlíðaskóli: Á þriðjudögum kl. 14:00-15.30

Nánari upplýsingar: rut.runarsdottir@redcross.is

Skráning er nauðsýnleg á öllum stöðunum.

Hvað er Heilahristingur?

Heilahristingur er í boði fyrir nemendur í 4.-10. bekk. Sjálfboðaliðar taka á móti þeim nemendum sem hafa áhuga á að nýta sér aðstoðina í söfnunum. Heimanámsaðstoðin er kölluð Heilahristingur og er áhersla lögð á að virkja nemendurna í námi og að hafa það skemmtilegt saman.

Heilahristingur eða heimanámsaðstoð er eitt af mörgum fjölmenningarlegum verkefnum Borgarbókasafnsins. Verkefnið felst í að aðstoða börn og unglinga við heimanámið og er að danskri fyrirmynd. Heimanámsaðstoðin er unnin í samvinnu við Reykjavíkurdeild Rauða krossins. Verkefnið fékk styrk frá Þróunarsjóði innflytjendamála og frá Menntaráði.

Heilahristingur á Facebook

Heimanámsaðstoð á fleiri bókasöfnum með „Heilahristing“ Borgarbókasafnsins að fyrirmynd:

Reykjanesbær
Garðabær
Hafnafjörður
Kópavogur
Mosfellsbær

 

Smellið hér til að lesa grein um Heilahristing sem birt var í á visir.is 1. febrúar 2014

Smellið hér til að lesa grein um Heilahristing sem birt var á visir.is 28.11 2016

  • Kristín R. Vilhjálmsdóttir tekur við tilnefningu til foreldraverðlauna Heimilis og skóla