Húllafjör | Húlladúllan

Ljósmyndari: Logi Ragnarsson, Húlladúllan, húllafjör

Húlladúllan | Húllafjör

Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi
Laugardaginn 13. maí klukkan 14.00-15.30

Það verður sannkallað laugardagsfjör í Gerðubergi þennan dag. Unnur María Bergsveinsdóttir, betur þekkt sem Húlladúllan, mætir á svæðið og sýnir hversu fjölbreytt og skemmtilegt húllahoppið er. Hún byrjar á að slá upp stuttri húllasýningu og í kjölfarið verður viðstöddum boðið í húllafjör. Húllafjör er húllasmiðja þar sem þátttakendum er mætt á getustigi hvers og eins. Allir geta komið og prófað að húlla og Húlladúllan mun ganga á milli, gefa góð ráð og kenna skemmtileg brögð. Engrar kunnáttu er þörf til þess að vera með og þátttakendur læra á sínum hraða.

Húlladúllan verður með litla krakkahringi, hringi fyrir fullorðna og nokkra risahringi til að prófa og leika sér með. Það er því ekki þörf á að koma með eigin húllahringi. 

Húllahopp hentar bæði börnum og fullorðnum og er fyrirtaks leið fyrir fjölskylduna að skemmta sér saman. Markmið viðburðarins er að allir skemmti sér vel og gangi í burtu stoltir af því að hafa uppgötvað nýja hæfileika.

Allir eru velkomnir og það kostar ekkert að taka þátt.

Myndina tók Logi Ragnarsson.

Nánari upplýsingar veitir:

Bergrós Hilmarsdóttir
bergros.hilmarsdottir [at] reykjavik.is 
Sími: 411 6181

Dagsetning viðburðar: 

Laugardagur, 13. maí 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

14:00

Viðburður endar: 

15:30