Höfðingi breytir um áætlun um áramótin

  • Bókabíllinn Höfðingi

Lítilsháttar breytingar verða á áætlun Höfðingja um áramótin og eru þær með eftirfarandi hætti:

• Ekki verður lengur stoppað  á þriðjudögum við Furugerði og á miðvikudögum við Sporhamra 3.
• Breyting verður á tímasetningu við Þórðarsveig og Bústaðakrikju á þriðjudögum, en frá og með 9. janúar verður Höfðingi kl. 16:30 til 17:15 við Þórðarsveig og kl. 18:30 til 19 við Bústaðakirkju.
• Tveir nýir staðir bætast við í Norðlingaholti og verður Höfðingi við Norðlingaskóla á þriðjudögum kl. 17:30 til 18:15 og við Norðlingabraut 3 á miðvikudögum kl. 13:30 til 14.

Höfðingi tekur sér jólafríi miðvikudaginn 27. desember og þriðjudaginn 2. janúar.

Gleðilega hátíð!