Höfðingi á Breiðholtsfestivali

Bókabíllinn Höfðingi

Bókabílinn Höfðingi tekur þátt í Breiðholtsfestivali sunnudaginn 11. júní og verður í nágrenni við Ölduselsskóla frá kl. 13-17. Höfundum og bókum, sem tengjast Breiðholtinu, verður gert sérstaklega hátt undir höfði. Sækið Höfðingja heim á sunnudaginn.

Breiðholt Festival er menningarhátíð sem gerir listamönnum sem tengjast Breiðholti og þeirri fjölbreyttu listsköpun sem fer fram í hverfinu hátt undir höfði. Hátíðarhöldin fara fram í Seljadal, aðallega við Skúlptúrgarð Hallsteins Sigurðssonar í Ystaseli 37 (á bakvið Ölduselsskóla). Aðrir staðir eru Ölduselslaug, Gróðurhúsið hljóðver og Seljakirkja. Einungis tekur nokkrar mínútur að ganga á milli staða eftir göngustígum, fjarri bílaumferð.

Nánari upplýsingar veitir:
Guðríður Sigurbjörnsdóttir
gudridur.sigubjornsdottir [at] reykjavik.is
s. 6912946

Hér má finna frekari upplýsingar um festivalið.

Dagsetning viðburðar: 

sunnudagur, 11. júní 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

13:00

Viðburður endar: 

17:00