Gleðin sem gjöf | 18.03-14.05

Gleðin sem gjöf - Ljósmyndasýning Steinunnar Matthíasdóttur

Ljósmyndasýning Steinunnar Matthíasdóttur

Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi
 18. mars – 14. maí 2017

Steinunn Matthíasdóttir sýnir glaðleg portrett af eldri borgurum. Sýningunni er ætlað að draga athygli að virðingu fyrir þeim sem eldri eru og lífsgæðum þeirra, mikilvægi þess að finna gleðina sama hvernig lífið leikur okkur og vekja fólk til umhugsunar um hvernig við getum öll átt þátt í að veita gleði. Gleðin er allsráðandi í verkunum og skilaboð send til áhorfenda þar sem þeir eru hvattir til að finna gleðina, taka sjálfsmyndir hjá myndunum og deila með heiminum í gegnum samfélagsmiðla. Hvers vegna? Jú, galdurinn felst í því að draga enn frekar athygli að eldri borgurum með hjálp samfélagsmiðla, alveg óháð stað og stund - og eru gestir Gerðubergs hvattir til að taka þátt í þeim gjörningi.

Gleðin sem gjöf sýnir myndir Steinunnar sem hluta af Inside Out Project sem er gert út frá New York af franska listamanninum JR í samvinnu við Ted Prize verðlaunin. Markmið verkefnisins er að vekja athygli á völdum málstað með hjálp portrett ljósmynda hvaðanæva að úr heiminum. Inside Out project Steinunnar var framkvæmt í Búðardal sumarið 2016 þar sem risamyndir af 64 eldri borgurum voru límdar á húsveggi við þjóðveginn. Einnig var 14 mynda úrtak sett upp við kirkjutröppur Akureyrarkirkju sem hluti af Listasumri og í nóvember síðastliðnum voru allar myndirnar 64 talsins hafðar til sýnis í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri. Og nú fá gestir Gerðubergs að njóta gleðigjafarinnar.

Steinunn er fædd á Ísafirði 1976. Hún er kennari að mennt en er sjálflærð í ljósmyndun. Steinunn býr ásamt eiginmanni og börnum í Búðardal þar sem hún starfar í fjölskyldufyrirtæki þeirra hjóna auk þess að stunda ljósmyndun og taka að sér verkefni sem fréttaritari fyrir Skessuhorn. Í heimi ljósmyndunar heillar fjölbreytileikinn Steinunni en hún hefur þó aðallega einbeitt sér að því að mynda fólk ásamt því að vinna með landslag.

Sýningar:

KM kaffi  
Portrettsýning á haustfagnaði sauðfjárbænda í Dölum 2014

Inside Out Project 
Respect elderly. Risaprent á húsveggjum í Búðardal, sumarið 2016 – vors 2017

Norðurljós í Dölum
Samsýning Steinunnar og systur hennar, Dagrúnar Matthíasdóttur myndlistarkonu, á hátíðinni Heim í Búðardal 8. og 9. júlí 2016

Gleðin sem gjöf
Hliðarverkefni við Inside Out Project. Portrett á álplötum á ljósastaurum upp kirkjutröppur Akureyrarkirkju, 19. júní – 27. nóvember 2016. Sýningin sett upp í samstarfi við söngkonuna Helgu Möller og lag hennar Tegami-bréfið

Respect elderly
Mjólkurbúðin, Listagallerí Akureyri,  26. nóvember - 4. desember 2016

 

Námskeið hjá eftirtöldum ljósmyndurum:
Elena Shumilova, Reykjavík, 2016
Meg Bitton, Webinar/vefnámskeið 2017
Framundan: Lilia Alvarado, London, vor 2017

Viðurkenningar og umfjallanir:
Fyrstu verðlaun í ljósmyndasamkeppni mbl.is, Canon og Nýherja 2014
Vinningsmynd í dagatali 2012 hjá Eimskip

RÚV Landinn 2015 - Rætt um ástríðuna fyrir ljósmyndun
Hringbraut 2016 - Inside Out Project
N4 2016 - Inside Out Project
RÚV fréttainnslag 2016 - Gleðin sem gjöf, Akureyri
Lifðu núna 2016- Inside Out Project
Félagstíðindi eldri borgara Reykjavík 2016 - Inside Out Project
Skessuhorn 2016 - Inside Out Project
bb.is 2016 - Inside Out Project
Fréttatíminn 2016 - Gleðin sem gjöf/Listasumar

Nánari upplýsingar veitir:
Kristín Þóra Guðbjartsdóttir verkefnastjóri
Netfang: kristin.thora.gudbjartsdottir [at] reykjavik.is
Sími: 411 6187 / 692 1733
www.borgarbokasafn.is

Dagsetning viðburðar: 

sunnudagur, 14. maí 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

14:00

Viðburður endar: 

16:00