Georg og magnaða mixtúran

Georg og magnaða mixtúran

Höfundur: 

Roald Dahl

Forlag: 

Bókaútgáfan Kver

Útgáfuár: 

2016

Útdráttur: 

Georg er 8 ára strákur sem býr á bóndabæ með foreldrum sínum og ömmu. Hann þarf stundum að passa ömmu sína, en hún er andstyggileg við hann. Georg ákveður því að lækna ömmu af andstyggðinni með því að búa til nýtt lyf handa henni, einhvers konar töframixtúru. Afleiðingarnar verða allt aðrar en hann átti von á. Georg og magnaða mixtúran er óborganlega fyndin og skemmtileg bók úr smiðju Roalds Dahl, rithöfundarins ástsæla. Hentar fyrir alla krakka, foreldra, ömmur og afa og sérlega vel til upplestrar.

Lestu 1. kaflann hér!

Eru bækurnar inni á bókasafninu þínu? Athugaðu á leitir.is!