Garður | Ljósmyndasýning í Kamesi

Garður - ljósmyndasýning - Elín Helenua Evertsdóttir

Ef þú hefur garð og bókasafn, þá hefur þú allt sem þú þarft.
Marcus Tullius Cicero

Elín Helena Evertsdóttir sýnir ljósmyndir

Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
Stendur til 27. september

Hugleiðing listamannsins:

"Það er auðvelt að gleyma sér í almenningsgörðum þar sem víðáttan er mæld út og stikuð og fegurðin útpæld og hönnuð, tengd náttúrunni og vexti órjúfandi böndum. Garður er ljósmyndasería þar sem leitaðist er við að fanga dulúð plantna með tilliti til og burtséð frá hlutverki þeirra í hönnun almenningsgarðs. Margslungnar línur og litir gróðursins búa yfir máli sem er aðeins skilið að vissu marki, en e.t.v. skilur sá hluti hugarins sem ekki verður skilinn tungumálið þó." 

Serían er sýnd í Kamesinu á 5. hæð í menningarhúsi Borgarbókasafnsins í Grófinni, en bókasöfn og almenningsgarðar eiga ýmislegt sameiginlegt, þar er hægt að fræðast, skemmta sér, njóta og finna sér friðsælt athvarf.  

Elín Helena Evertsdóttir lauk BA námi í myndlist frá Listaháskóla Íslands 2001 og MA námi í myndlist frá The Glasgow School of Art 2005. Hún vinnur með ýmsa miðla; ljósmyndatækni, video, hljóð, teikningu, skúlptúr og gjörninga og í verkum  hennar er oft unnið með hugmyndir um skynjun, umbreytingu, tilfinningar og hið óvenjulega í hinu venjulega. Elín Helena hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í mörgum samsýningum. 

 

Nánari upplýsingar veitir:
Droplaug Benediktsdóttir
Netfang: droplaug.benediktsdottir [at] reykjavik.is

Dagsetning viðburðar: 

Miðvikudagur, 27. september 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

10:00

Viðburður endar: 

19:00