Fyrir kennara

Borgarbókasafnið leggur áherslu á að vera í góðu samstarfi við kennara á öllum skólastigum. Auk fastra liða eins og safnfræðslu og sögustunda er starfsfólk Borgarbókasafns ávallt opið fyrir heimsóknum, nýjum hugmyndum og samstarfi. Hafið samband við Þorbjörgu Karlsdóttur, thorbjorg.karlsdottir@reykjavik.is, s. 4116100.

Þjónusta í boði fyrir nemendur og kennara

Safnfræðsla

Öllum nemendum í 4. bekk ásamt kennara er boðið í heimsókn í safnið í sínu hverfi og fá þeir kynningu á safninu og starfsemi þess. Borgarbókasafn býður auk þess upp á safnfræðslu fyrir nemendur á öllum aldri sé þess óskað. Hafið samband við viðkomandi safn.

Sögustundir og safnfræðsla

Leikskólakennarar og kennarar yngri nemenda geta pantað sögustundir og safnfræðslu í söfnum Borgarbókasafns. Hafið samband við viðkomandi safn.

Bókakoffort

Koffortin eru farandbókasafn sem Borgarbókasafn lánar á leikskóla Reykjavíkur. Börnin geta fengið bækur lánaðar heim. Hafið samband við viðkomandi safn.

Æringi

Sögubíllinn Æringi ekur um bæinn og heimsækir leikskóla og frístundaheimili. Börnum er boðið í bílinn að hlusta á sögur og ævintýri. Verkefnastjóri Æringja er Ólöf Sverrisdóttir, olof.sverrisdottir@reykjavik.is, gsm. 664 7718.

Höfðingi

Hægt er að panta bókabílinn Höfðingja í heimsókn t.d. á hverfahátíðir og annað. Vinsamlegast hafið samband við Guðríði Sigurbjörnsdóttur, safnstjóra Kringlusafns, gudridur.sigurbjornsdottir@reykjavik.is, s. 5806200.

Heilahristingur og fljúgandi teppi -
Menningarmót

Borgarbókasafnið býður upp á fjöllbreytta þjónustu svo sem heimanámsaðstoð, Fljúgandi teppi eða menningarmót, kynningu á safninu og ratleiki. Verkefnastjóri fjölmenningarlegra verkefna er Kristín R. Vilhjálmsdóttir, kristin.r.vilhjalmsdottir@reykjavik.is, gsm. 6181420. Sjá nánar um fjölmenningarleg verkefni.

Leiðsagnir um sýningar

Í menningarhúsum Borgarbókasafnsins eru settar upp sýningar af ýmsum toga. Þegar um er að ræða sýningar sem eru sérstaklega ætlaðar yngri kynslóðinni bjóðum við gjarnan skólahópum í skipulagðar heimsóknir. Má þar nefna hina árlegu sýningu Þetta vilja börnin sjá þar sem sjá má myndskreytingar úr barnabókum. Hvetjum kennara á öllum skólastigum til að kynna sér sýningardagskrána og kíkja í heimsókn með bekkinn sinn. Æskilegt er að láta vita fyrirfram um heimsóknir þótt ekki sé um skipulagða leiðsögn að ræða. Smellið hér til að skoða sýningardagskrána...

Póstlisti fyrir starfsfólk skóla og frístundaheimila

Það er alltaf eitthvað um að vera í Borgarbókasafninu fyrir börn á grunnskólaaldri: námskeið, sýningar, smiðjur, upplestrar o.s.frv. Til þess að láta kennara og starfsfólk frístundaheimila vita af þessum viðburðum í Borgarbókasafninu erum við með póstlista sem er sérstaklega ætlaður þeim. Skráðu þig á póstlistann ef þú vilt fylgjast með!

Smelltu hér til að skrá þig á póstlistann...