Fyrir foreldra

Í öllum söfnum Borgarbókasafns eru deildir sem eru sérstaklega ætlaðar börnum. Í barnadeildunum er fjölbreytt efni fyrir börn, myndabækur, léttlestrarbækur, vísnabækur, ævintýri, tónlist, hljóðbækur, kvikmyndir, fræðsluefni og annað fyrir börn. Starfsmenn safnanna eru ávalt boðnir og búnir til að aðstoða við val á bókum sem henta aldri og áhugamálum.  Þar er notalegt andrúmsloft og aðstaða til að setjast niður, lesa og spjalla. Ferð á bókasafnið er hin besta skemmtun fyrir alla fjölskylduna.

Boðið er upp á fjölskyldustundir („mömmumorgna“) í Grófinni og Spönginni í hverri viku yfir vetrartímann. Öll söfn Borgarbókasafns bjóða upp á viðburði fyrir börn og eru þeir auglýstir sérstaklega.