Fundur og kvæðalagaæfing hjá Iðunni

Páll á Húsafelli og Steindór Andersen

Kvæðalagaæfing hjá Iðunni í Gerðubergi

Miðvikudaginn 4. október kl. 19

Næsti félagsfundur verður haldinn föstudaginn 6. október og verður kvæðalagaæfingin miðvikudagskvöldið þar á undan 4. október.

Sagt verður frá haustferð félagsins  í bundnu og óbundnu máli. Bára Grímsdóttir flytur ljóð um Helgu Ólafsdóttur frá Varmalæk eftir Jakob Jónsson  og tvísöngvar verða sungnir. Þá verður Njáll Sigurðsson heiðraður.

Ragnar Ingi Aðalsteinsson sér um bragfræðihornið og kynnir einnig bók um hringhendur. Aðrir fastir liðir verða á sínum stöðum: litla hagyrðingamótið, samkveðskapur og Skálda. Þá minnumst við látinna félaga.

Athugið að kvæðalagaæfingar hefjast kl. 19:00, en félagsfundir hefjast kl. 20:00 og lýkur kl. 22:30. Félagar eru hvattir til að mæta á sem flesta fundi og ekki gleyma æfingunum því þar geta menn kynnst betur innviðum félagsins og sögu. Einnig eru félagar hvattir til að taka með sér gesti, bæði á fundi og æfingar, því fundir Iðunnar eru öllum opnir.

Dagsetning viðburðar: 

Miðvikudagur, 4. október 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

19:00

Viðburður endar: 

16:00