Forseti Íslands dregur í úrslitum lestrarátaks Ævars vísindamann

Þann 8. mars verður dregið í lestrarátaki Ævars vísindamanns. Á undanförnum vikum og mánuðum hafa nemendur í grunnskólum landsins keppst við að lesa bækur og skila inn lestrarmiðum í skólabókasöfnin sín. Sú nýlunda verður á fyrirkomulaginu í ár að forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, mun tilkynna hvaða skólar eiga nemendur í úrslitum lestrarátaksins. 
Nöfn fimm nemenda verða svo dregin úr lestrarátakspottinum og þeir gerðir að persónum í nýrri bók eftir Ævar Þór Benediktsson, Gestir utan úr geimnum, sem kemur út í maí. Fyrir þá sem vilja taka forskot á sæluna er upplagt að mæta enda ætlar Ævar að lesa stutt brot úr bókinni.
Þetta er í þriðja skiptið sem lestrarátakið er haldið, en fyrri tvö átökin gengu einstaklega vel og voru yfir 114 þúsund bækur samtals lesnar í þeim. Allar nánari upplýsingar um átakið má finna á www.visindamadur.is 
Ókeypis aðgangur og allir velkomnir.

Nánari upplýsingar veitir:
Þorbjörg Karlsdóttir, verkefnastjóri barnamenningar hjá Borgarbókasafni
Netfang: thorbjorg.karlsdottir [at] reykjavik.is 
Sími: 411 6129

Dagsetning viðburðar: 

Miðvikudagur, 8. mars 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

14:30

Viðburður endar: 

15:15