Fjölskyldustund | Uppeldi sem virkar

Uppeldi sem virkar, glatt barn með mat út á kinn

Fjölskyldustund | Uppeldi sem virkar

Borgarbókasafnið | Menningarhús Spönginni
21. febrúar klukkan 14:00

Lone Jensen, kennari á námskeiðinu Uppeldi sem virkar – færni til framtíðar, veitir okkur góð ráð sem byggja á Uppeldisbókinni eftir Edward R. Christophersen. Auk þess svarar hún þeim spurningum sem kunna að brenna á foreldrum.

Á námskeiðinu Uppeldi sem virkar - færni til framtíðar er lögð áhersla á að kenna foreldrum leiðir til að vera samtaka í uppeldinu og skapa æskileg uppeldisskilyrði sem ýtir undir færni sem líkleg er til að nýtast barninu til frambúðar. Foreldrar læra aðferðir til að styrkja eigin hæfni, laða fram æskilega hegðun barnsins og fyrirbyggja erfiðleika á jákvæðan hátt. Nánari upplýsingar um námskeiðið á vegum Heilsugæslu Reykjavíkur má nálgast á síðu heilsugæslunnar hér.

Í Borgarbókasafninnu Spönginni eru fjölskyldustundir á hverjum þriðjudegi fyrir foreldra með lítil börn. Þriðja þriðjudag í mánuði er boðið upp á ýmis fróðleg og skemmtileg erindi eða námskeið.

Viðburðurinn er ókeypis og öllum opinn. 

Nánari upplýsingar veitir:
Nanna Guðmundsdóttir
nanna.gudmundsdottir [at] reykjavik.is
411 6230
 

Dagsetning viðburðar: 

Þriðjudagur, 21. febrúar 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

14:00

Viðburður endar: 

15:00