Fjölskyldustund | Ungbarnanudd

Tær á ungbarni og hendur sem halda um þær. Ungbarnanudd, barn og foreldri

Fjölskyldustund | Ungbarnanudd

Borgarbókasafnið | Menningarhús Spönginni
17. janúar klukkan 14:00

Ungbarnanudd hefur notið vaxandi vinsælda síðustu ár. Nuddið er notaleg gæðastund foreldra og barna, en það getur líka haft margvísleg góð áhrif á barnið. Nuddið getur til dæmis bætt svefn, aukið öryggistilfinningu barns, dregið úr magakrömpum og styrkt ónæmiskerfi þess. Þá getur ungbarnanudd haft góð áhrif á tengslamyndun barns og foreldris og þannig hefur það nýst mörgum mæðrum sem glímt hafa við fæðingarþunglyndi. Fjöldamargar rannsóknir sem gerðar hafa verið á ungbarnanuddi sýna að börn sem eru nudduð reglulega þyngjast og þroskast betur en þau sem ekki eru nudduð.

Hrönn Guðjónsdóttir hjá Nálastungum og nuddi kennir okkur undirstöðuatriði ungbarnanudds. Hrönn kennir okkur strokurnar á dúkku og foreldri nuddar barnið sitt. Æskilegur aldur barna er 2 - 12 mánuðir og mikilvægt er að foreldrar hafi meðferðis þykkt og mjúkt handklæði sem barnið getur legið á.  Hrönn er útskrifaður heilsunuddari og ungbarnanuddkennari frá Boulder College of Massage Therapy og er meðlimur í Félagi íslenskra heilsunuddara. Hún hefur jafnframt lokið námi í nálastungum.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Hrannar: nalarognudd.is

Viðburðurinn er ókeypis og öllum opinn. 

Nánari upplýsingar veitir:
Nanna Guðmundsdóttir
nanna.gudmundsdottir [at] reykjavik.is
411 6230
 

Dagsetning viðburðar: 

Þriðjudagur, 17. janúar 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

14:00

Viðburður endar: 

15:00