Fjölskyldustund | Tónagull

foreldrar parents fjölskyldustund borgarbókasafnið menningarhús reykjavík city library spöng ungabörn börn children family gatherings toddler culture house tónagull tónlist music Ásta Björg Björgvinsdóttir

Tónagull kemur í heimsókn

Borgarbókasafnið | Menningarhús Spönginni
Þriðjudaginn 20. mars kl. 14 -15

Ásta Björg Björgvinsdóttir kemur á vegum Tónagulls til að kynna börn og foreldra þeirra fyrir undraheimi tónlistarinnar.

Enginn aðgangseyrir
Heitt á könnunni
Verið öll velkomin

Hugmyndafræðin á bak við Tónagull er að tónlist sé meðfædd þörf og að tónlistaruppeldi eigi að miðast við tónlist MEÐ börnum en ekki tónlist FYRIR börn. Þess vegna er virk þátttaka í tónlist lykil atriði í Tónagulli þar sem foreldrar og börn njóta þess að þroskast saman með tónlist á markvissan hátt.

Ásta Björg Björgvinsdóttir hefur kennt Tónagull frá 2015. Hún er menntuð í klassískum píanóleik ásamt jazz söng og jazzpíanóleik. Einnig er hún með B.ed. gráðu í grunnskólakennarafræðum frá Háskóla Íslands með áherslu á tónlist og leiklist, með diplóma gráðu í hljóðverkfræði (e. audio engineering) frá SAE Institute í London og stundar nú nám í Tónsmíðum við Listaháskóla Íslands. Ásta hefur kennt tónmennt í leik- og grunnskólum undanfarin ár auk þess að vera söngkona, gítarleikari og laga- og/eða textahöfundur í hljómsveitunum Hinemoa, Solar og Ásta Björg band.

www.tonagull.is/

Nánari upplýsingar veitir:
Sigrún Antonsdóttir, deildarbókavörður
Netfang: sigrun.antonsdottir [at] reykjavik.is
Sími: 411-6237

Dagsetning viðburðar: 

Þriðjudagur, 20. mars 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

14:00

Viðburður endar: 

15:00