Fjölskyldustund | Svefn ungra barna

Sofandi barn, svefnvenjur, svefnvandamál, svefnráðgjafi

Fjölskyldustund | Svefnvenjur ungra barna

Borgarbókasafnið | Menningarhús Spönginni
18. apríl klukkan 14:00

Fátt er mikilvægara foreldum með ung börn en að þau nái að sofa vel. Hluti af góðum svefni er að skapa heilbrigðar svefnvenjur  og er reglufesta mikilvæg í því sambandi.

Þriðjudaginn 18. apríl kl. 14:00 mun Ingibjörg Leifsdóttir svefnráðgjafi á barnaspítala Hringsins fræða okkur um svefn ungra barna og segja frá því hvaða svefnvenjur hafa reynst foreldum bestar í gegnum tíðina. Ingibjörg situr í teymi um svefnvanda barna og hefur því mikla reynslu af ráðgjöf við fjölskyldur á því sviði.

Við hvetjum foreldra með ung börn til að mæta og spyrja Ingibjörgu um allt sem þeim liggur á hjarta varðandi svefn og svefnvenjur barna sinna. Börnin eru að sjálfsögðu velkomin með.

Viðburðurinn er ókeypis og öllum opinn meðan húsrúm leyfir. 

Nánari upplýsingar veitir:
Nanna Guðmundsdóttir
nanna.gudmundsdottir [at] reykjavik.is
411 6230
 

Dagsetning viðburðar: 

Þriðjudagur, 18. apríl 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

14:00

Viðburður endar: 

15:00