Fjölskyldustund | Málörvun

Málörvun, barn að lesa bók, læsi

Fjölskyldustund | Málörvun

Borgarbókasafnið | Menningarhús Spönginni
21. mars klukkan 14:00

Foreldrar eru mikilvægustu málfyrirmyndir barna sinna í frumbernsku og fyrstu ár ævinnar. Gott málumhverfi heimafyrir þar sem lesið er fyrir börn og spjallað við þau um lífið og tilveruna hefur bein áhrif á þróun málþroska sem er undirstaða læsis. Í þessari samverustund munu Þóra Sæunn Úlfarsdóttir og Ingibjörg Elísabet Jónsdóttir frá Miðju máls og læsis fjalla um það hvernig foreldrar geta auðgað málumhverfi barna sinna. Þær munu auk þess svara spurningum og vangaveltum foreldra.

Gert er ráð fyrir að yngstu gestirnir geti verið með í spjallinu eða leikið sér á leikteppi.

Viðburðurinn er ókeypis og öllum opinn. 

Nánari upplýsingar veitir:
Nanna Guðmundsdóttir
nanna.gudmundsdottir [at] reykjavik.is
411 6230
 

Dagsetning viðburðar: 

Þriðjudagur, 21. mars 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

14:00

Viðburður endar: 

15:00