Fjölskyldustund | Krílafimi

foreldrar parents fjölskyldustund borgarbókasafnið menningarhús reykjavík city library spöng ungabörn börn children family gatherings toddler culture house krílafimi hreyfing exercise

Hreyfing ungra barna

Borgarbókasafnið | Menningarhús Spönginni
Þriðjudaginn 20. febrúar kl. 14 -15

Valný Óttarsdóttir iðjuþjálfi, ungbarnasundskennari og stofnandi Krílafimi kemur og býður upp á fræðslu og leikfimi fyrir ungabörn og foreldra þeirra, þar sem aðaláherslan er að undirbúa börnin fyrir næstu skref í lífinu með leik, tónlist og söng.

Með því að örva og styrkja ungabörn getum við haft áhrif á það hvernig taugakerfi þeirra þróast, bætt athygli þeirra og minni, auk þess sem hreyfigetan virðist verða meiri.
Allt getur þetta haft áhrif á vitsmunalegan, félagslegan og líkamlegan þroska barnsins.

Enginn aðgangseyrir
​Heitt á könnunni
Verið öll velkomin

Krílafimi er fyrir börn frá um 3ja mánaða aldri til 18 mánaða aldurs og er til að örva og styrkja börnin í gegnum leik þar sem lögð er áhersla á þjálfun grunnþátta í þroska miðtaugakerfisins sem eru undirstaða eðlilegs skyn- og hreyfiþroska.

Spiluð tónlist og söngur er notað í bland, en það er mjög róandi og gott fyrir börnin að heyra foreldra sína syngja fyrir sig.

Með þeim æfingum sem farið verður í erum við þjálfa grunnþætti í þroska miðtaugakerfisins sem er undirstaða eðlilegs skyns og hreyfiþroska. Við vinnum með og reynum að örva flesta þætti skynjunar þ.a.e.s. sjónskynið, heyrnina, snertiskynið, stöðuskynið og jafnvægisskynið, það er jú alltaf einhver lykt sem við finnum þegar margir koma og í nýju húsnæði svo lyktarskynið örvast einnig, en bragðskynið verður kannski frekar örvað heima.

Valný Óttarsdóttir, iðjuþjálfi, ungbarnasundskennari og stofnandi Krílafimi
Sími: 822-8275
​Netfang: valny.ottarsdottir [at] gmail.com
Heimasíða: http://krilafimi.is
https://www.facebook.com/Krilafimi/

Nánari upplýsingar veitir:
Sigrún Antonsdóttir, deildarbókavörður
Netfang: sigrun.antonsdottir [at] reykjavik.is
Sími: 411-6237

Dagsetning viðburðar: 

Þriðjudagur, 20. febrúar 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

14:00

Viðburður endar: 

15:00