Fjölskyldustund | Kerrupúl við Spöngina

kerrupúl, hlaup, barn í kerru, Borgarbókasafnið

Kerrupúl við Spöngina

Borgarbókasafnið | Menningarhús Spönginni
16. maí klukkan 14:00

Farið verður í kerrupúl í nágrenni við Borgarbókasafnið í Spönginni þriðjudaginn 16. maí. Lagt verður af stað frá safninu kl. 14 og gert er ráð fyrir að 40 mínútna ferð um svæðið undir leiðsögn þjálfara Kerrupúls. Mikilvægt er að klæða sig og krílið eftir veðri og ekki gleyma kerrunni!

Kerrupúl er útivistar- og líkamsræktarnámskeið fyrir foreldra og börn þeirra í vögnum eða kerrum. Kerrupúl er alhliða æfingakerfi byggt á þol- og styrkleikaþjálfun, fyrir mæður sem vilja rækta líkama og sál eftir barnsburð - og feður eru auðvitað velkomnir líka! Barnið fær að koma með og njóta útiverunnar og samveru við foreldra og önnur börn.

Nánari upplýsingar um Kerrupúl og námskeið á þeirra vegum er að finna á heimasíðu Kerrupúls sem og á Facebook-síðu þess.

Nánari upplýsingar veitir:
Nanna Guðmundsdóttir
nanna.gudmundsdottir [at] reykjavik.is
411 6230

Dagsetning viðburðar: 

Þriðjudagur, 16. maí 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

14:00

Viðburður endar: 

15:00