Fjölskyldustundir í Sólheimum

Barnadeildin í Sólheimasafni

Notaleg samvera og fræðsla með krílunum okkar
Borgarbókasafnið | Menningarhús Sólheimum
Fimmtudaga kl. 10-12

Í þetta sinn ætlum við að kynna tákn með tali út frá þeim bókakosti sem við höfum hér á safninu.  Við kynnum sérstaklega bækurnar frá Mimi Creations (http://www.mimibooks.is/) en þær eru gefnar út með það í huga að efla tákn með tali. Í bókunum notar Mimi, aðalsöguhetjan, tákn með tali til að segja sögur og gefur lesandanum tækifæri á að læra táknin með sér.

Tákn með tali gefur sjónrænar upplýsingar með tali og fleiri tækifæri til samskipta því tákn eru auðveldari í framkvæmd en orð. Auk þess getur það stuðlað að bættri tungumálafærni  á meðan talið er enn að þróast hjá barni/einstaklingi og er nytsamlegt verkfæri til að tjá þarfir.

Bækur og leikföng fyrir börnin auk þess sem ávallt er heitt á könnunni. 

Í Grófinni, Sólheimum og Spönginni er fjölskyldum með börn sem ekki eru komin á leikskólaaldur boðið að koma í safnið í sérstaka samverustund. Eldri börn eru auðvitað líka velkomin, en stundin er sérstaklega sniðin að þörfum lítilla barna. Í Spönginni er fjölskyldustund alla þriðjudaga og boðið upp á formlega dagskrá þriðja þriðjudag í mánuði. Í Grófinni er boðið upp á samsöng og gítarspil alla fimmtudaga. Í Sólheimum er annan hvern fimmtudag boðið upp á dagskrá sem er blanda af fræðslu, föndri, leikjum sögustundum og söng. Hina fimmtudagana er heitt á könnunni fyrir fullorðna og leikföng og bækur fyrir börnin. Athugið að dagskráin getur breyst yfir sumartímann.

 

Fjölskyldustundir eru í:

Borgarbókasafninu Grófinni alla fimmtudaga kl. 10:30-11:30

Borgarbókasafninu Spönginni alla þriðjudaga kl. 14:00-15:00

Borgarbókasafninu Sólheimum alla fimmtudaga kl. 10:00-12:00

Nánari upplýsingar veitir:
Þórunn Vignisdóttir
Netfang: thorunn.vignisdottir [at] reykjavik.is
Sími: 411 6165

Dagsetning viðburðar: 

Fimmtudagur, 24. ágúst 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

10:00

Viðburður endar: 

12:00