
Notaleg samvera og fræðsla með krílunum okkar
Borgarbókasafnið | Menningarhús Sólheimum
Annan hvern fimmtudag kl. 10-12
Handafjör og fínerí í Sólheimum!
Ætlum að gera litlar skálar úr hvítum módelleir sem litlar hendur geta síðan sett sitt handafar á.
Við byrjum kl. 10:00 og hættum kl. 12:00
Allt efni á staðnum.
Í Borgarbókasafninu í Sólheimum verður boðið uppá fjölskyldumorgna í sumar sem eru sérstaklega ætlaðar foreldrum með börn sem ekki eru komin á leikskólaaldur þó auðvitað séu eldri börn líka velkomin. Leikföng og bækur fyrir börnin eru á staðnum og heitt kaffi á könnunni.
Fjölskyldumorgnarnir eru annan hvern fimmtudag kl. 10 og mun dagskráin vera blanda af fræðslu, föndri, leikjum, sögustundum og söng.
Nánari upplýsingar veitir:
Þórunn Vignisdóttir
Netfang: thorunn.vignisdottir [at] reykjavik.is
Sími: 411 6165