Fjölskyldumorgnar í Sólheimum

Barnadeildin í Sólheimasafni

Notaleg samvera og fræðsla með krílunum okkar
Borgarbókasafnið | Menningarhús Sólheimum
Annan hvern fimmtudag kl. 10-12

Vinátta, kjarkur,að þora að vera öðruvísi, að hlusta vel á barnið sitt, að skora hefðir á hólm, góðmennska, samhygð og margt, margt fleira. Við í Sólheimunum elskum góðar barnabækur með boðskap en þær eru einmitt efni fjölskyldumorguns í Sólheimunum fimmtudaginn 27. júlí kl. 10-12. Heitt á könnunni!

Í Borgarbókasafninu í Sólheimum er boðið uppá fjölskyldumorgna í sumar sem eru sérstaklega ætlaðar foreldrum með börn sem ekki eru komin á leikskólaaldur þó auðvitað séu eldri börn líka velkomin. Leikföng og bækur fyrir börnin eru á staðnum.

Fjölskyldumorgnarnir eru annan hvern fimmtudag kl. 10 og mun dagskráin vera blanda af fræðslu, föndri, leikjum, sögustundum og söng.

Nánari upplýsingar veitir:
Dóra Bergrún Ólafsdóttir
Netfang: dora.bergrun.olafsdottir [at] reykjavik.is
Sími: 411 6165

Dagsetning viðburðar: 

Fimmtudagur, 27. júlí 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

10:00

Viðburður endar: 

12:00