Fjársjóðsleitin sjálfsstyrkingarnámskeið

fjarsjodleitin

Fjársjóðsleitin sjálfsstyrkingarnámskeið

Borgarbókasafnið | Menningarhús Árbæ
Sunnudaginn 22. apríl kl. 13:30-15:00

Fjársjóðsleitin er sjálfstyrkingarnámskeið fyrir krakka á aldrinum 8-10 ára. Það er sett í ævintýralegan sjóræningjabúning þar sem börnin leita að sínum innri fjársjóði og styrkleikum. Námskeiðinu er ætlað að styrkja sjálfsmynd barna, bæta líðan þeirra og velferð með skemmtilegum leikjum og verkefnum sem byggja á aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar.

Mikilvægt er að skrá sig: http://bit.ly/2BowbQf

Námskeiðið var þróað af Elvu Björk Ágústsdóttur og Þóru Óskarsdóttur í samvinnu við Klifið.

Kennari er Soffía Fransiska Rafnsdóttir, Hljóðfærakennari og músíkmeðferðarfræðingur og hefur margra ára reynslu af starfi með börnum, bæði sem tónmenntakennari, hljóðfærakennari og músíkmeðferðarfræðingur.

Námskeiðið er liður á Barnamenningarhátíð 2015 og stendur til 30. apríl 2015.

Nánari upplýsingar veitir:

Natalie Colceriu, barnabókavörður, nataliejc [at] reykjavik.is, 4116250

Mynd: ”Pirate Girl” by GlitterandFrills  is licensed by CC 2.0.

Dagsetning viðburðar: 

sunnudagur, 22. apríl 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

13:30

Viðburður endar: 

15:00