Ferðadagbækur Önnu Sigríðar Hróðmarsdóttur

Ferðadagbækur

Ferðadagbækur | Sýning á ferðadagbókum Önnu Sigríðar Hróðmarsdóttur

Borgarbókasafnið | Menningarhús Sólheimum
16. maí - 15. júní

Undanfarin 20 ár hefur Anna Sigríður haft það fyrir venju að búa til bók fyrir hvert ferðalag sem hún hefur farið út fyrir landsteinana. Bækurnar eru með ýmsu sniði, af ýmsum stærðum og gerðum og búnar til úr fjölbreyttu hráefni. Það sem ræður útliti bókarinnar er t.a.m. lengd ferðalagsins og því efni sem hún er með við hendina hverju sinni. Má þar nefna alls konar pappír, umslög og litlar öskjur.

 Í  hverri bók eru jafnmargar síður og dagarnir sem ferðin tekur.  Bækurnar fyllir Anna Sigríður með dagbókarskrifum, teikningum, lestarmiðum, miðum á listasöfn, póstkortum, auglýsingapésum og öðru tilfallandi sem minnisvert er. Á sýningunni má m.a. sjá dagbækur frá ferðum til Nepal, Ísrael, Svíþjóðar, Sýrlands og Spánar.

Í tengslum við sýninguna verður boðið  upp á námskeið í ferðadagbókargerð í byrjun júní.

Sýningin stendur til 15. júní.

Nánari upplýsingar veitir:
Guðríður Sigurbjörnsdóttir
gudridur.sigurbjornsdottir [at] reykjavik.is
s. 6912946

  

Dagsetning viðburðar: 

Fimmtudagur, 15. júní 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

10:00

Viðburður endar: 

18:00