Ex libris | Mitt eigið bókasafn | 16.3-29.5

Ex Libris

Ex Libris | Mitt eigið bókasafn

Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
(sýningin verður tímabundið niðri milli 4. og 11. maí)
12. maí - 29. maí 2018

Sýningin er sett upp í samstarfi við Myndlistaskóla Reykjavíkur og Landsbókasafn Íslands.

Í dag eru bókmerki ekki algeng sjón, en áður fyrr voru slík skrautmerki hönnuð af listafólki og sett innan á bókakápur til að tilgreina eiganda þeirra. Óhætt er að segja að um er að ræða menningarverðmæti sem lítið hefur farið fyrir og gaman er að kynna betur fyrir yngri kynslóðinni.

img_9669.jpg

Það þótti því kjörið að fá nemendur við Myndlistaskólann í Reykjavík til að spreyta sig á hönnun bókmerkja með skírskotun í hefðina en um leið með skýra tengingu inn í nútímann. Nemendum var jafnframt gert að setja fram hönnunarferli sitt með skissum og myndum sem gefa til kynna hvaðan hugmyndir þeirra eru sprottnar.

Nemendur hafa úr ýmsum þekktum aðferðum að moða. Útskurður í viðarplötur, mismunandi þrykk- og stimplaaðferðir þar sem myndskreytt leturgerðin er oftar en ekki í aðalhlutverki.

Á Landsbókasafninu er að finna ýmsar gersemar og þar er haldin skrá yfir bækur og handrit með bókmerkjum eigenda. Verða nokkrar vel valdar bækur til sýnis, jafnt erlendar sem íslenskar. 

Á sýningartímanum verður m.a. boðið upp á leiðsögn og smiðjur og verður sú dagskrá kynnt betur er nær dregur.

Nánari upplýsingar veitir:
Droplaug Benediktsdóttir, verkefnastjóri miðlunar og sýningarhalds
Netfang: droplaug.benediktsdottir [at] reykjavik.is
Sími: 411 6124 / 849 0784

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dagsetning viðburðar: 

Þriðjudagur, 29. maí 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

10:00

Viðburður endar: 

19:00