Ert þú vefarinn mikli?

Vefur, vefnaður, vefstóll, Borgarbókasafnið, Reykjavík City Library

Vefnaður á safninu - komdu og spreyttu þig!

Menningarhús Spönginni, laugardaginn 18. nóvember kl. 14-15

Vefnaður er aldagömul og aðferð við að vinna klæði úr þræði. 

Bókasafnsgestum gefst kostur á að vefa t.d. bókamerki, smámottu og fleira, sem gæti hentað í jólapakkann.

Gestir fá í hendurnar pappa-/plastbakka og búa til sinn eigin "vefstól": klippa skörð í bakkann og þræða á milli þeirra. Síðan er bara að velja sér band í öllum regnbogans litum og byrja að vefa, athöfn sem þjálfar fínhreyfingar og úr verður listaverk!

 Allir velkomnir

Dagsetning viðburðar: 

Laugardagur, 18. nóvember 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

14:00

Viðburður endar: 

15:00