Erindi um fjölmiðla og lýðræði

Bókasafnsdagurinn 2017 | Lestur er bestur

Erindi Birgis Guðmundssonar í beinu streymi

"Eru fjölmiðlar í raun upplýsingakerfi lýðræðisins"?

Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
Borgarbókasafnið | Menningarhús Kringlunni
Borgarbókasafnið | Menningarhús Spönginni

Föstudaginn 8. sept. kl. 16

Föstudaginn 8. september verður hinn árlegi Bókasafnsdagur haldinn hátíðlegur líkt og undanfarin ár. Í ár verður þema dagsins tengt lýðræðinu "Lestur er bestur - fyrir lýðræðið" þar sem lögð verður áhersla á að vekja athygli á mikilvægi bókasafna í samfélaginu.

Á Borgarbókasafninu verður þeim safnkosti sem tengist lýðræðinu með beinum og óbeinum hætti gert hátt undir höfði auk þess sem hægt verður að hlusta á fyrirlestur Birgis Guðmundssonar, dósents við Háskólann á Akureyri sem verður í beinu streymi frá Amtsbókasafninu. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina "Eru fjölmiðlar í raun upplýsingakerfi lýðræðisins?"  Beint streymi frá erindinu verður í Grófinni, Spönginni og í Kringlusafni.

 Nánari upplýsingar um Bókasafnsdaginn er að finna á vef Upplýsingar, félags bóka- og upplýsingafræðinga.

Nánari upplýsingar veitir:
Arnfríður Jónasdóttir
arnfridur.jonasdottir [at] reykjavik.is
Sími: 580 6200

Dagsetning viðburðar: 

Föstudagur, 8. september 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

16:00

Viðburður endar: 

17:00