Dark Deeds – ensk bókmenntaganga

A tour arriving at Arnarhóll

Bókmenntagöngur á ensku á fimmtudögum kl. 15

Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni

Borgarbókasafnið býður upp á bókmenntagöngur á ensku alla fimmtudaga í júní, júlí og ágúst kl. 15. Gangan hverfist að mestu um glæpi og drungalega atburði í bókmenntum sem tengjast Reykjavík, og gefur því nokkra innsýn í íslenska krimma og draugasögur. Göngurnar eru leiddar af starfsfólki bókasafnsins.

Lagt er upp frá Grófinni við Tryggvagötu, gengið er rólega og gangan tekur um 90 mínútur.

Miðaverð er 1.500kr. Frítt er fyrir 17 ára og yngri.

Miðar eru seldir á bókasafninu í Grófinni og á www.tix.is.

Klukkan 14 þessa sömu fimmtudaga er sýnd í Kamesinu – sýningarrými á 5. hæð safnsins, 45 mínútna heimildamynd um íslenska þjóðtrú. Myndin nefnist Spirits of Iceland: Living with Elves, Trolls and Ghosts. Sýningin er hugsuð sem upphitun fyrir gönguna og hefur verið vinsæl meðal göngugesta. Þar er aðgangur ókeypis.

Dagsetning viðburðar: 

Fimmtudagur, 3. ágúst 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

15:00

Viðburður endar: 

16:30