Dagskrá Borgarbókasafnsins í Vetrarfríinu

Í Borgarbókasafninu verður hægt að fara í ratleiki, spila á spil, klæða sig í búninga, spreyta sig á getraunum eða bara slaka á og lesa. 

Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
19. febrúar kl. 13.20
Lesið fyrir hunda: Lestrarstund með tveim sérþjálfuðum hundum í safninu. Skráning nauðsynleg. 

Barnabækur á spottprís
Nú grisjum við safnkostinn og seljum því barnabækur í kílóavís í vetrarfríinu. Kíkið við í barnadeildinni og gerið reyfarakaup! 100 kr. kílóið.

Borgarbókasafnið | Menningarhús Árbæ
20. febrúar kl. 13.30
Pappírssmiðja: Mynstur og fígúrur gerðar með skærum og pappír. Leiðbeinandi Kristín Arngrímsdóttir

Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi
20. febrúar kl. 14.30-16.30
Námskeið í tónlistarforritun fyrir 9-12 ára krakka 

Borgarbókasafnið | Menningarhús Sólheimum
20. febrúar kl. 14.00
Bingó: Spjaldið kostar ekkert og vinningar í boði

Borgarbókasafnið | Menningarhús Spönginni
20. febrúar kl. 10-19 
Legó: Fullt af legókubbum í barnadeildinni, komdu og skapaðu lególand með öðrum börnum.

Borgarbókasafnið | Menningarhús Kringlunni
21. febrúar kl. 14.00
Bingó: Spjaldið kostar ekkert og vinningar í boði!

Sögubíllinn Æringi
20. febrúar kl. 13.30 og 14.30
Afmælissöguveisla
Ingólfstorg í miðbænum

21. febrúar  kl. 13.30 og 14.30.
Afmælissöguveisla

Á torginu hjá Gerðubergi
Athugið að aðeins komast um 12-14 börn í bílinn í einu. 

Alþjóðlegi móðurmálsdagurinn
Í öllum menningarhúsum Borgarbókasafnsins
21. febrúar kl. 10-18
Viltu skrifa sendibréf á móðurmáli þínu til besta vinar þíns?

HÉR ER VEGGSPJALD TIL ÚTPRENTUNAR Í A3...

Winter Break Program in English