Dagskrá Borgarbókasafnsins á Vetrarhátíð

  • Dagskrár Vetrahátíðar í Borgarbókasafninu.

Um helgina stendur yfir Vetrarhátíð í Reykjavík og nær hún hámarki á Safnanótt, föstudaginn 3. febrúar. Á bókasafninu ætlum við við að bregða á leik þar sem boðið verður upp á ljósasirkus, ratleiki, draugasögur og laserhörpu og gagnverkan ljósleikvöll. Dagskráin fer fram í Grófinni og Gerðubergi.

Grófin, föstudaginn 3. febrúar (Safnanótt)
18 - 23: Laserhörputónleikar
18 - 19: Ratleikir fyrir börn
18, 18.30 & 19: Draugasögur

Gerðuberg, 4. & 5. febrúar
 Austurrísk/argentíski ljósasirkusinn Circus lumineszenz setur upp gagnvirkan ljósleikvöll þar sem börnum og foreldrum er boðið að taka þátt í að skapa heim ljóss og lita með ýmis konar ljóshljóðfærum. Opið verður frá kl. 13 - 16 báða dagana.