Dýrkar þú fantasíu-bækur? | Bókaspjall

Veronika Válková barnabókarithöfundur

Upplestur og spjall við tékkneska barnabókahöfundinn Veroniku Válková

Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
Fimmtudaginn 24. ágúst kl. 15-16 
Viðburðurinn fer fram á ensku

Verið velkomin á upplestur og spjall við tékkneska rithöfundinn Veroniku Válková sem er einkum þekkt fyrir bókaflokkinn Magical Atlas of Time Travel. Bækurnar eru orðnar sextán og höfundurinn stefnir á að gefa út sex bækur til viðbótar fyrir árið 2020. Aðalsöguhetjan heitir Bara og er 12 ára gömul. Hún finnur Atlas sem býr yfir töfrum og getur við lestur hans ferðast aftur í tímann og upplifað ýmsa sögulega atburði sem átt hafa sér stað í Evrópu og um heim allan. Veronika mun lesa upp úr bókinni Á meðal sjóræningja sem byggir á sögum af Tyrkjaráninu á Íslandi.

Veronika Válková er sagnfræðingur og uppeldisfræðingur og hafa bækur hennar hlotið góðar viðtökur á alþjóðlegum bókmenntahátíðum. Sögurnar eru skemmtilegar og fræðandi og til þess fallnar að vekja áhuga barna á yndislestri.

Randi Stebbins frá ritveri MVS og stofnandi ÓsPressunnar stýrir viðburðinum sem fer fram á ensku. Allir velkomnir og ókeypis aðgangur.

Veronika Válková kemur einnig fram sama dag kl. 18 í Veröld - húsi Vigdísar í tengslum við ráðstefnu Móðurmáls og fer sá viðburður fram á tékknesku.

Viðburðurinn er skipulagður af Móðurmáli, samtökum um tvítyngi í samstarfi við félagið Tékkneska á Íslandi (TÉKÍS).

Nánari upplýsingar veita:

Renata Emilsson Peskova, formaður Móðurmáls
Netfang: modurmal [at] modurmal.is

Þorbjörg Karlsdóttir, verkefnastjóri
Netfang: thorbjorg.karlsdottir [at] reykjavik.is

 

Dagsetning viðburðar: 

Fimmtudagur, 24. ágúst 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

15:00

Viðburður endar: 

16:00