Cafe Lingua - Töfrar Svahílí

Café Lingua

Hakuna matata! | Svahílí allt um kring 

Borgarbókasafnið | Menningarhús Kringlunni
Miðvikudaginn 18. apríl, kl. 17:00

 

Vertu með á miðvikudaginn 18. apríl þar sem kenísku vinkonur okkar, þær Josephine og  Achola, ætla að kenna  okkur nokkur svahílí hljóð og orð og fræða okkur um svahílí-menninguna á spennandi hátt. We call it the Kiswahili way! Hakuna Matata!!! 

Sjá á Facebook.

Um tungumálið

Vissir þú að það eru um 50-100 milljónir manna sem tala svahílí í heiminum? Svahílí tungumálið, sem er kallað kiswahili á svahílí, er opinbert tungumál í Kenía, í Tansaníu og í lýðveldinu Kongó. Svahílí er líka talað í sumum hlutum Úganda, Rúanda og Búrúndí.  

Áætlaður fjöldi svahílí-mælandi fólks á Íslandi er um 70 manns. Kannski hljóma einhverjir svahílí frasar kunnuglega, eins og Hakuna Matata sem þýðir “ekki hafa áhyggjur!”, og jambo sem þýðir “halló!” 

Um gestgjafana

Josephine er móðir fjögurra barna móðir og matreiðslumeistari en þessa dagana er hún í fæðingarorlofi. Hún er mjög hrifin af öllu sem lætur fólki líða vel, eins og  matur, tónlist og dans.
 
Achola á tvö börn og er að ljúka meistaranámi í alþjóðasamskiptum hjá Háskóla íslands. Áhugamál hennar eru ferðalög, menning og tónlist. 

Kila mtu hapenda!

Um Café Lingua

Café Lingua er gátt inn í mismunandi menningarheima og er tilvalinn vettvangur fyrir þá sem vilja efla tungumálakunnáttu sína og hafa áhuga á að spreyta sig á ýmsum tungumálum. Markmið Cafe Lingua er að virkja þau tungumál sem hafa ratað til Íslands og hafa auðgað mannlíf og menningu. Fólk með íslensku sem annað mál fær tækifæri til þess að tjá sig á íslensku sem og að kynna móðurmál sitt fyrir öðrum. Viðburðir haustsins fara fram í menningarhúsum Borgarbókasafnsins, í Veröld – húsi Vigdísar og í Stúdentakjallara Háskóla Íslands.

Dagskrá Cafe Lingua í heild sinni.

Fylgstu með Cafe Lingua á Facebook.

Nánari upplýsingar veitir: 
Guðrún Baldvinsdóttir
gudrun.baldvinsdottir [at] reykjavik.is
S: 411-6182

 

Dagsetning viðburðar: 

Miðvikudagur, 18. apríl 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

17:00

Viðburður endar: 

18:00