Cafe Lingua - Stefnumót tungumála

Cafe Lingua - Stefnumót tungumála
Stúdentakjallarinn, Háskóla Íslands
fimmtudaginn 12.10 kl. 18:00

Viltu kynnast einhverjum sem talar reiprennandi tungumálið sem þú ert að læra? Viltu deila þínu eigin móðurmáli með einhverjum sem er að reyna að ná tökum á því? Þettay er einstakt tækifæri til að kynnast nýjum menningarheimum og heimsborgurum í Reykjavík í notalegu umhverfi og æfa sig í tungumálum í leiðinni. Í haust verða öll stefnumót tungumála haldin í Veröld og í Stúdentakjallaranum.

Cafe Lingua er gátt inn í mismunandi menningarheima og er tilvalinn vettvangur fyrir þá sem vilja efla tungumálakunnáttu sína og hafa áhuga á að spreyta sig á ýmsum tungumálum. Markmið Cafe Lingua er að virkja þau tungumál sem hafa ratað til Íslands og hafa auðgað mannlíf og menningu. Fólk með íslensku sem annað mál fær tækifæri til þess að tjá sig á íslensku sem og að kynna móðurmál sitt fyrir öðrum.

Viðburðir haustsins fara fram í menningarhúsum Borgarbókasafnsins, í Veröld – húsi Vigdísar og í Stúdentakjallara Háskóla Íslands.

Facebook síða Cafe Lingua

Nánari upplýsingar veitir: 
Kristín R. Vilhjálmsdóttir
kristin.r.vilhjalmsdottir [at] reykjavik.is
411-6122

Dagsetning viðburðar: 

Fimmtudagur, 12. október 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

18:00

Viðburður endar: 

19:30