Cafe Lingua - Rússnesk tunga og menning

Cafe Lingua - Rússnesk tunga og menning
Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni, f
immtudaginn 7. september 2017

Hvað ætli búi margir á Íslandi sem kunna rússnesku? Hversu margir tala rússnesku í heiminum? Rætt verður um rússneska tungu og menningu og munu nemendur og kennarar í rússnesku úr Háskóla Íslands kynna námið og leiða umræður um Rússland og rússnesku, tungumál Austur-Evrópu og gömlu Sovétríkjanna. 

Cafe Lingua er gátt inn í mismunandi menningarheima og er tilvalinn vettvangur fyrir þá sem vilja efla tungumálakunnáttu sína og hafa áhuga á að spreyta sig á ýmsum tungumálum. Markmið Cafe Lingua er að virkja þau tungumál sem hafa ratað til Íslands og hafa auðgað mannlíf og menningu. Fólk með íslensku sem annað mál fær tækifæri til þess að tjá sig á íslensku sem og að kynna móðurmál sitt fyrir öðrum. Viðburðir haustsins fara fram í menningarhúsum Borgarbókasafnsins, í Veröld – húsi Vigdísar og í Stúdentakjallara Háskóla Íslands.

Allir sem hafa áhuga á tungumálum og vilja leggja sitt af mörkum til tungumálalandslags Reykjavíkur eru velkomnir. Þátttaka er ókeypis.

Café Lingua er samstarfsverkefni Borgarbókasafnsins og Veraldar.

Facebook síða Cafe Lingua: https://www.facebook.com/groups/301214556654902/

Nánari upplýsingar veitir: 

Guðrún Baldvinsdóttir 
gudrun.baldvinsdottir [at] reykjavik.is
411-6182

Dagsetning viðburðar: 

Fimmtudagur, 7. september 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

17:00

Viðburður endar: 

18:30