Cafe Lingua - Portúgalska um allan heim

Lusofonia | Portúgalska um allan heim!

Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
Fimmtudaginn 22. mars kl. 17:00

Við skyggnumst inn í menningarheim portúgölskunnar á þessu Cafe Lingua. Hvaða leyndardóma hefur hún að geyma, hvað vitum við um hana og hvað ekki? 

Café Lingua er gátt inn í mismunandi menningarheima og er tilvalinn vettvangur fyrir þá sem vilja efla tungumálakunnáttu sína og hafa áhuga á að spreyta sig á ýmsum tungumálum. Markmið Cafe Lingua er að virkja þau tungumál sem hafa ratað til Íslands og hafa auðgað mannlíf og menningu. Fólk með íslensku sem annað mál fær tækifæri til þess að tjá sig á íslensku sem og að kynna móðurmál sitt fyrir öðrum. Viðburðir haustsins fara fram í menningarhúsum Borgarbókasafnsins, í Veröld – húsi Vigdísar og í Stúdentakjallara Háskóla Íslands.

Samstarfsaðilar Cafe Lingua 2018: 
Mála – og menningardeild, Íslenska sem annað mál og nemendafélögin Linguae og Huldumál við Háskóla Íslands og Móðurmál – samtök um tvítyngi. 

Fylgstu með okkur á Facebook-síðu Cafe Lingua 

Dagskrá Cafe Lingua í heild sinni

Nánari upplýsingar veitir: 
Guðrún Baldvinsdóttir
gudrun.baldvinsdottir [at] reykjavik.is

Dagsetning viðburðar: 

Fimmtudagur, 22. March 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

17:00

Viðburður endar: 

18:00