Cafe Lingua | Menningarbasar í Veröld

Menningarbasar á Alþjóðadegi menningarlegrar fjölbreytni 

Veröld - Hús Vigdísar
Fimmtudaginn 24. maí kl. 17:00

Á ráðstefnunni Rætur og vængir sem haldin er í tilefni 10 afmælis fjölmenningarstarfs Borgarbókasafnsins er gestum og gangandi boðið á lifandi menningarbasar.  Þar verður hægt  að kynna sér fjölbreytt starf stofnana, samtaka og einstaklinga á sviði lista, tungumála og fjölmenningar. Múltíkúltíkórinn undir stjórn Margrétar Pálsdóttur mun opna basarinn með lögum á mörgum tungumálum auk annarra óvæntra uppákomna. 

Café Lingua er gátt inn í mismunandi menningarheima og er tilvalinn vettvangur fyrir þá sem vilja efla tungumálakunnáttu sína og hafa áhuga á að spreyta sig á ýmsum tungumálum. Markmið Cafe Lingua er að virkja þau tungumál sem hafa ratað til Íslands og hafa auðgað mannlíf og menningu. Fólk með íslensku sem annað mál fær tækifæri til þess að tjá sig á íslensku sem og að kynna móðurmál sitt fyrir öðrum. Viðburðir haustsins fara fram í menningarhúsum Borgarbókasafnsins, í Veröld – húsi Vigdísar og í Stúdentakjallara Háskóla Íslands.

Samstarfsaðilar Cafe Lingua 2018
Mála – og menningardeild, Íslenska sem annað mál og nemendafélögin Linguae og Huldumál við Háskóla Íslands og Móðurmál – samtök um tvítyngi.

Dagskrá Cafe Lingua í heild sinni.

Fylgstu með Cafe Lingua á Facebook

Nánari upplýsingar veitir: 
Guðrún Baldvinsdóttir
gudrun.baldvinsdottir [at] reykjavik.is 

Dagsetning viðburðar: 

Fimmtudagur, 24. maí 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

17:00

Viðburður endar: 

18:00