Café Lingua | Lifandi tungumál

  • Stefnumót tungumála í Stúdentakjallaranum við Háskóla Íslands. Ljósmynd: Kristinn Ingvarsson

Heill heimur af tungumálum!

Cafe Lingua er gátt inn í mismunandi menningarheima og er tilvalinn vettvangur fyrir þá sem vilja efla tungumálakunnáttu sína og hafa áhuga á að spreyta sig á ýmsum tungumálum. Markmið Cafe Lingua er að virkja þau tungumál sem hafa ratað til Íslands og hafa auðgað mannlíf og menningu. Fólk með íslensku sem annað mál fær tækifæri til þess að tjá sig á íslensku sem og að kynna móðurmál sitt fyrir öðrum. Viðburðir haustsins fara fram í menningarhúsum Borgarbókasafnsins, í Veröld – húsi Vigdísar og í Stúdentakjallara Háskóla Íslands.

Allir sem hafa áhuga á tungumálum og vilja leggja sitt af mörkum til tungumálalandslags Reykjavíkur eru velkomnir. Þátttaka ókeypis. 

Café Lingua er samstarfsverkefni Borgarbókasafnsins og Alþjóðlegrar miðstöðvar tungumála og menningar sem hefur aðsetur í Veröld - Húsi Vigdísar. 

Dagskrá september - desember 2018: 

 

Fimmtudagur 13. september kl. 18:00 
Stúdentakjallarinn | Stefnumót tungumála. 

Viltu kynnast einhverjum sem talar reiprennandi tungumálið sem þú ert að læra? Viltu deila þínu eigin móðurmáli með einhverjum sem er að reyna að ná tökum á því? Einstakt tækifæri til að kynnast nýjum menningarheimum og heimsborgurum í Reykjavík í notalegu umhverfi og æfa sig í tungumálum í leiðinni. Í haust verða öll stefnumót tungumála haldin í Veröld og í Stúdentakjallaranum. 

Fimmtudagur 27. september kl 18:00
Cafe Veröld - Hús Vigdísar | Stefnumót tungumála. 

Fimmtudagur 4. október kl: 17:00
Borgarbókasafnið | Menningarhús Kringlunni
Viðburður tileinkaður hollensku og afrikaans, en við fáumst að kynnast leyndardómum tungumálanna, enda af nógu að taka!

Fimmtudagur 11. október kl. 18:00
Stúdentakjallarinn | Stefnumót tungumála

Fimmtudagur 25.október kl 18:00 
Cafe Veröld - Hús Vigdísar | Stefnumót tungumála

Fimmtudagur 8. nóvember kl 18:00
Stúdentakjallarinn | Stefnumót tungumála

 

Fimmtudagur 15. nóvember kl. 17:00
Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni

Í tilefni af Degi íslenskrar tungu  fögnum við íslenskunni í öllum þeim lhjómbrigðum sem finna má í Reykjavík.

 Fimmtudagur 6. desember kl. 17:00
Cafe Veröld | Heimsins jól

Hátíðarstemning þar sem múltíkúltíkórinn og borgarbúar frá öllum heimsálfum syngja saman jólalög á ýmsum tungumálum undir stjórn Margrétar Pálsdóttur. 

 

Hægt er að fylgjast með í Facebookhópnum Café Lingua - lifandi tungumál.

 

Ljósmynd efst á síðunni: Kristinn Ingvarsson