Café Lingua - lifandi tungumál

  • Stefnumót tungumála í Stúdentakjallaranum við Háskóla Íslands. Ljósmynd: Kristinn Ingvarsson

Café Lingua – lifandi tungumál er tungumálavettvangur á vegum Borgarbókasafnsins í samstarfi við ýmsa aðila í samfélaginu.  Eitt af markmiðum Café Lingua er að virkja þau tungumál sem hafa ratað til Íslands með fólki hvaðanæva að og auðgað mannlíf og menningu ásamt því að vekja forvitni borgarbúa á heiminum í kringum okkur. Café Lingua er gátt inn í mismunandi tungumála - og menningarheima og tilvalinn vettvangur fyrir þá sem vilja efla tungumálakunnáttu sína og hafa áhuga á að spreyta sig á hinum ýmsu tungumálum. 

Café Lingua fer fram víða um borgina.

Samstarfsaðilar Café Lingua á þessu misseri eru: Mála og menningardeildeild og námsleiðin Íslenska sem annað mál við Háskóla Íslands, ÍslenskuþorpiðStofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, japanska sendiráðið, Ós Pressan, Alliance Francaise og Fjölbrautaskólinn í Breiðholti.

Hægt er að fylgjast með í Facebookhópnum Café Lingua – lifandi tungumál.
 

Dagskrá í janúar - apríl 2017 | Heill heimur af tungumálum

Stefnumót tungumála
Stúdentakjallarinn | Háskóli Íslands
Fimmtudaginn 16. febrúar kl. 18.00

Viltu kynnast einhverjum sem talar reiprennandi tungumálið sem þú ert að læra? Viltu deila þínu eigin móðurmáli með einhverjum sem er að reyna að ná tökum á því? Einstakt tækifæri til að kynnast nýjum menningarheimum og heimsborgurum í Reykjavík í notalegu umhverfi og æfa sig í tungumálum í leiðinni. 
Samstarf Borgarbókasafns við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, Mála- og menningardeild og námsleiðina Íslenska sem annað mál við Háskóla Íslands, félagið "Linguae" og  Íslenskuþorpið

Japönsk tunga og menning
Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi
Laugardaginn 25. febrúar kl. 14.00

Við opnun sýningarinnar Dúkkurnar frá Japan opnast dyrnar að japanskri menningu og hægt verður að fræðast um tungumálið og leturgerð.
Samstarf Borgarbókasafnsins og japanska sendiráðsins á Íslandi.

Stefnumót tungumála
Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi
Fimmtudaginn 16. mars kl. 16.30

Viltu kynnast einhverjum sem talar reiprennandi tungumálið sem þú ert að læra? Viltu deila þínu eigin móðurmáli með einhverjum sem er að reyna að ná tökum á því? Einstakt tækifæri til að kynnast nýjum menningarheimum og heimsborgurum í Reykjavík í notalegu umhverfi og æfa sig í tungumálum í leiðinni. Samstarf Borgarbókasafnsins við Fjölbrautaskólann í Breiðholti.

"Francophonie": Franska um allan heim
Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
Miðvikudaginn 22. mars kl. 17.00

Á þessari dagskrá verður hægt að hitta frönskumælandi einstaklinga frá ýmsum heimshornum sem búsettir eru á Íslandi og njóta fræðandi ferðalags um hinn frönskumælandi heim í góðum félagsskap. Samstarf Borgarbókasafnsins við Alliance Française.

Stefnumót tungumála
Stúdentakjallarinn | Háskóli Íslands
Fimmtudagur 6. april kl. 18.00

Viltu kynnast einhverjum sem talar reiprennandi tungumálið sem þú ert að læra? Viltu deila þínu eigin móðurmáli með einhverjum sem er að reyna að ná tökum á því? Einstakt tækifæri til að kynnast nýjum menningarheimum og heimsborgurum í Reykjavík í notalegu umhverfi og æfa sig í tungumálum í leiðinni. 
Samstarf Borgarbókasafnsins við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, Mála- og menningardeild og námsleiðina Íslenska sem annað mál við Háskóla Íslands, félagið "Linguae" og Íslenskuþorpið.

Komdu að búa til bók!  - á þínu tungumáli
Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
Sunnudagur 30. apríl kl. 14.00

Smiðja í bókagerð með náttúruna efst í huga. Hvernig getum við tengt tungumál og náttúru saman við bókagerð? Hvað er bók? Úr hverju eru bækur? Hvað er inni í bókum? Getum við búið til bók sem er eins og blóm eða uppáhalds dýrið okkar í laginu? Hvernig segjum við og skrifum t.d. blóm á hinumýmsu tungumálum? Þegar bókin er tilbúin er tekin mynd af hverjum þátttakanda með sína bók sem síðan verða til sýnis á safninu að vinnusmiðjunni lokinni. Umsjón með smiðjunni hefur Anna Valdís Kro frá Ós Pressunni. Fjölskyldudagskrá sem hluti af Barnamenningarhátíð. Samstarf Borgarbókasafnsins við Ós Pressuna.

Ljósmynd efst á síðunni: Kristinn Ingvarsson