Café Lingua | Heimsins jól - jólalög og jólaglögg. Borgarbókasafn Grófinni

Heimsins jól haldin með jólalögum og jólaglögg í Grófinni.

Menningarhús Grófinni

Fimmtudagur 8. desember kl. 17.00-18.30

Heimsins jól – jólalög og jólaglögg. Borgarbókasafn Grófinni. Hátíðarstemning þar sem gestir syngja saman jólalög frá ýmsum löndum undir stjórn Margrétar Pálsdóttur. Meðal þeirra tungumála sem sungið verður á eru danska, enska, flæmska, franska, íslenska, pólska, serbneska, spænska, sænska, tagalog og þýska. Múltíkúltíkórinn, fjölþjóðlegur sönghópur kvenna, gítarleikarinn Ársæll Másson og slagverksleikarinn Rafael Cao Romero ganga til liðs við söngglaða gesti. Boðið verður upp á jólaglögg og smákökur. Allir eru velkomnir og þátttaka ókeypis.

Café Lingua – lifandi tungumál er tungumálavettvangur á vegum Borgarbókasafnsins í samstarfi við ýmsa aðila í samfélaginu. Eitt af markmiðum Café Lingua er að virkja þau tungumál sem hafa ratað til Íslands með fólki hvaðanæva að og auðgað mannlíf og menningu ásamt því að vekja forvitni borgarbúa á heiminum í kringum okkur.

Sjá nánar um Café Lingua

Nánari upplýsingar veitir:
Kristín R. Vilhjálmsdóttir
Netfang: kristin.r.vilhjalmsdottir [at] reykjavik.is
Sími 4116122

Dagsetning viðburðar: 

Fimmtudagur, 8. desember 2016

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

17:00

Viðburður endar: 

18:30