Borgarkórinn syngur jólalög í Grófinni

Borgarkórinn, kór starfsmanna Reykjavíkurborgar

Borgarkórinn syngur  jólalög í Grófinni

Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
Laugardagur 16. desember kl. 14.30

Borgarkórinn undir reffilegri stjórn Jóns Svavars Jósefssonar mætir í jólaskapi á Bókatorgið á 1. hæð Borgarbókasafnsins og syngur nokkur velvalin jólalög, jafnt innlend sem erlend. Fyrir þá sem vilja líta upp úr jólastressinu er upplagt að leggja leið sína í Grófina og hlýða á ljúfa jólatóna Borgarkórsins.

Borgarkórinn er blandaður kór starfsfólks Reykjavíkurborgar sem hittist einu sinni í viku og æfir lög til flutnings án undirleiks. 

Þeir sem vilja halda jólastemmingunni áfram þegar heim er komið geta kíkt á fjölbreytt úrval af jólatónlist og jólakvikmyndum sem stillt hefur verið út á fyrstu hæð safnsins.

Á Rafbókasafninu eru svo að finna ýmsar bækur um föndur og uppskriftir og fyrir þá sem fíla klassík, kórsöng og óratoríur þá er allt það að finna á Naxos-tónlistarveitunni. Það eina sem þarf er gilt bókasafnsskírteini, og það færðu á safninu.        

Jóladagskrá Borgarbókasafnsins

Nánari upplýsingar veitir:
Sigurður Jakob Vigfússon
sigurdur.jakob.vigfusson [at] reykjavik.is
Sími:  411-6135

Dagsetning viðburðar: 

Laugardagur, 16. desember 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

14:30

Viðburður endar: 

15:00