Bolluvendir og öskupokar

Öskupokar

Gerðu þinn eigin öskupoka og bolluvönd

Menningarhús Grófinni
Sunnudaginn 11. febrúar kl. 14-16

Borgarbókasafnið í Grófinni býður upp á föndursmiðju í samstarfi við Heimilisiðnaðarfélagið. Börnin fá leiðsögn við að sauma öskupoka og að búa til hina sígildu bolluvendi úr kreppappír. 

Bolludagur, Sprengidagur og Öskudagur lifa lengi í minningunni. Að flengja foreldrana og aðra fullorðna að morgni bolludags og segja „bolla, bolla“ og fá jafnmargar bollur að launum síðar um daginn ásamt því að hengja öskupoka aftan á bak einhvers, án þess að viðkomandi verði þess var, eru gamlir og skemmtilegir siðir.

 

Nánari upplýsingar veitir:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir
ingibjorg.osp.ottarsdottir [at] reykjavik.is
Sími: 4116100

Dagsetning viðburðar: 

sunnudagur, 11. febrúar 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

14:00

Viðburður endar: 

16:00