Blúsgetraun Borgarbókasafns og Blúshátíðar Reykjavíkur

  • Blús á bókasafni.

Verðlaunin eru miði fyrir tvo
á alla stórtónleika Blúshátíðar

Spurt er um gítarleikara.

Tilfinningaríkur gítarleikur í bland við fingrafimi hefur löngum heillað blúsunnendur sem bíða nú spenntir eftir komu bandaríska gítarjöfursins  Noah Wotherspoon á Blúshátíð.
Á sjöunda áratug síðustu aldar hafði breska blússveitin  Bluesbreakers, undir forystu John Mayall, á að skipa hverri bleiknefja blúshetjunni á fætur annarri sem síðar áttu eftir að slá í gegn í heimsfrægum hljómsveitum. Hér koma nöfn nokkurra gítarsnillinga sem allir utan einn voru meðlimir sveitarinnar á þessu tímabili.

Nefnið þennan eina gítarleikara. 
o    Eric Clapton
o    Johnny Winter
o    Mick Taylor
o    Peter Green

Svarið má annað hvort á senda í tölvupósti á sigurdur.vigfusson [at] reykjavik.is, eða skila því í sérstakan blúskassa sem liggur frammi í Borgarbókasafninu Grófinni.

Dregið úr réttum lausnum laugardaginn 8. apríl rétt fyrir
tónleika Halldórs Bragasonar í hópi valinkunnra blúsara
sem hefjast kl. 16:00 á Bókatorgi Borgarbókasafnsins í Grófinni
.

Munið að bara þeir sem verða á staðnum þegar dregið er eiga möguleika á vinningnum.