Barnamenningarhátíð | Sendibréfasmiðja

Sendibréfasmiðja

Komdu og skapaðu þína furðuveru og sendu hana í ferðalag með póstinum

Borgarbókasafnið | Menningarhús Spönginni
Laugardag 29. apríl kl.13.00 -15.00

Fjölskyldu- og barnadagskrá í samstarfi við Barnamenningarhátíð

Fögnum vori og hækkandi sól og tökum þátt í óvenjulegri sendibréfsmiðju þar sem furðulegar og dularfullar verur úr umhverfi okkar spretta fram þegar bréfið er opnað. 

Smiðjan er innblásin af furðuverum í umhverfi okkar hvort sem það eru sérkennilegar verur í nærumhverfi okkar eða ímyndaðar og dularfullar verur úr geimnum. Ef vel er að gáð má finna furðuverur víða, í lofti, sjó eða á landi, og geta þær verið af ýmsum toga svo sem í formi marsbúa eða einkennilegar verur úr tölvuheiminum. Þær geta verið hreistugar, loðnar eða fiðraðar eða líka samsettar af líkamspörtum ýmissa dýra, manna eða úr jurtaríkinu. Hvaða furðuveru getur þú ímyndað þér? 

Smiðjustjóri: Droplaug Benediktsdóttir, verkefnastjóri sýningarhalds og hönnunar

Heildardagskrá Barnamenningarhátíðar

Nánari upplýsingar:
Kristín Þóra Guðbjartsdóttir
Verkefnastjóri viðburða og sýninga

Borgarbókasafnið / Menningarhús Gerðubergi
Sími 411 6187 / Farsími 692 1733
kristin.thora.gudbjartsdottir [at] reykjavik.is
www.borgarbokasafn.is
 

 

 

 

 

 

 

Dagsetning viðburðar: 

Laugardagur, 29. apríl 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

13:00

Viðburður endar: 

15:00