Barnamenningarhátíð | Myndlistarsýning Vogasels og Dalheima

Krakkar úr Vogaseli að mála

Barnamenningarhátið | Myndlistasýning Vogasels og Dalheima
Borgarbókasafnið | Menningarhús Sólheimum
Þriðjudagur 25. apríl kl: 14:00

Tólf krakkar af frístundarheimilinu Vogasel vinna að vegglistaverkjum undir leiðsögn Ástu Elínardóttur. Þá fengu þau fræðslu um sögu vegglista og veggjakrots ásamt því að skoða sýnidæmi. Eftir það fengu þau frístandandi 80x120 cm spónaplötu og val um 6 liti til að skapa sitt eigið vegglistaverk. 
 
Tólf krakkar úr Dalheimum mála myndir undir leiðsögn Teu Maríu. Unnið er með akrílmálningu á 20x20cm striga og með pensilinn að vopni reyna krakkarnir að svara spurningunni „Hver er ég?“ Útkoman verður 12 málverk sem veita innsýn í hugarheim hinna ungu listamanna.
Öll verkin verða svo færð inn í Borgarbókasafn Sólheimum þar sem þau verða til sýnis.
 
Opnunarsýningin verður 25. apríl klukkan  14:00 – 16:00, verkin fá svo að standa út mánuðinn.

Nánari upplýsingar veita:
Ásta Margrét Elínardóttir, asta.margret.elinardottir [at] reykjavik.is 
aðstoðarforstöðumaður Vogasels

Þórunn Vignisdóttir, thorunn.vignisdottir [at] reykjavik.is
barnabókavörður í borgarbókasafninu Sólheimum

 

Dagsetning viðburðar: 

Þriðjudagur, 25. apríl 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

:

Viðburður endar: 

: