Barnamenningarhátíð | Móðurmál - Vertu með!

Móðurmál rannsaka náttúru og tungumálaauðlindir

Móðurmál - samtök um tvítyngi og Litháíski móðurmálsskólinn rannsaka náttúru og tungumálaauðlindir

Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
Laugardaginn 29. apríl, kl. 14-16 

Tungumál og umhverfi var sameiginlegt verkefni móðurmálshópa skólaárið 2016-17. Markmiðið var að auka meðvitund barnanna um umhverfi sitt og setja það í alþjóðlegt samhengi í gegnum tengsl við upprunalönd foreldra sinna. Þannig fengu börn að nýta sér tungumálaþekkingu og jafnframt vinna með umhverfishugtök á ýmsum málum. Margar mjög skemmtilegar hugmyndir komu fram og við munum sýna afrakstur vinnunnar.

Umhverfisorðabók og orðaleikur kl. 14.00 - 16.00
Samhliða hefur verið unnin skemmtileg umhverfisorðabók með 20 mismunandi umhverfishugtökum á óteljandi málum. Í boði verður að leika sér með orðin á seglum, á ýmsan máta.

Litháískur sprengidagsleikþáttur og hefðir kl. 14.00 - 14.45
Börn úr Litháíska móðurmálsskólanum sýna skemmtilegan sprengidagsleikþátt og syngja litháíska þjóðsöngva. Einnig verður farið í litháíska barnaleiki. Börnin verða í búningum og með grímur, allt unnið úr endurvinnanlegum efnum. Kennarar úr skólanum ætla að segja frá litháískum sprengi- og öskudagshefðum, á bæði litháísku og íslensku.

Grímugerð kl. 14.45 - 16.00
Boðið verður upp á grímugerð úr endurvinnanlegum efnum. Kennarar úr litháíska skólanum verða með alls konar skemmtilegt efni (pappakassa, plast, pappír o.fl.)

Akrósmiðja með Húlladúllu kl. 15.00 -16.00
Í Akrósmiðju Húlladúllunnar munum við skemmta okkur við það læra laufléttar jafnvægislyftur í gervi skemmtilegra sjávardýra.

Allir velkomnir!

Heildardagskrá Barnamenningarhátíðar

Nánari upplýsingar veitir:

Rósa Björg Jónsdóttir
Netfang: rosabjorg72 [at] gmail.com

 

Dagsetning viðburðar: 

Laugardagur, 29. apríl 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

14:00

Viðburður endar: 

16:00